Erlent

Forsetalaust í Líbanon

Emil Lahoud fráfarandi forseti yfirgefur forsestahöllina í nótt.
Emil Lahoud fráfarandi forseti yfirgefur forsestahöllina í nótt. MYND/AFP

Líbanar eru nú án forseta en kjörtímabili Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, lauk skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Hann yfirgaf því forsetahöllina í nótt. Stríðandi fylkingum á þingi tókst ekki að velja arftaka hans í gær og því var kjöri frestað um viku.

Rétt áður en Lahoud yfirgaf forsetahöllina fól hann hernum að tryggja öryggi borgaranna á þessum óvissutímum.

Ríkisstjórn landsins, sem nýtur stuðnings vesturveldanna, fer með forsetavaldið. Það segir Lahoud óásættanlegt.

Óttast margir að engin sátt náist um skipan nýs forseta og janfvel að borgarastyrjöld brjótist aftur út landinu. Þá verði tvær aðskildar ríkisstjórnir í landinu eins og á árunum 1975 til 1990 og fylkingarnar berist á banaspjótum líkt og þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×