Erlent

Byssumaður myrti fyrrverandi eiginkonu og þrjú börn sín

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Fertugur byssumaður myrti fyrrverandi eiginkonu sína og þrjú börn þeirra í almenningsgarði í Maryland í Bandaríkjunum í gær. Lögregluþjónar fundu líkin í gærkvöld við eftirlit í garðinum. Börnin voru á leið til föður síns þegar hann framdi voðaverkið og ætluðu að dvelja hjá honum um stund. Hjónin skildu árið 2005 eftir stormasamt hjónaband og mikið heimilisofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×