Erlent

Brúðkaup blásið af vegna skalla

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/Getty Images

Indverskur maður var laminn af tilvonandi eiginkonu sinni og tengdafjölskyldu eftir að þau komust að því að hann hafði fallið skalla með hárkollu. Prabir Das frá Assam á Indlandi sagði lögreglu að kærastan hefði rifið hárkolluna af honum eftir kvöldverð og ráðist á hann fyrir að fela kollinn.

Foreldrar hennar lögðu henni síðan lið og rifu rándýra kolluna í tætlur. Í refsingarskyni fyrir blekkinguna tóku þau peningaveski hans, farsíma, mótorhjól og ökuskírteini.

Das sem vinnur á einkasjúkrahúsi hafði auglýst eftir brúði í hjúskapardálk dagblaðs á staðnum. Dilip Roy sem var að leita að mannsefni fyrir dóttur sína svaraði. Búið var að ákveða að brúðkaupið yrði 12. desember og fjölskylda brúðarinnar hóf að safna fyrir heimanmundi.

Lögreglan sagði að búið væri að yfirheyra tengdafaðirinn sem neitaði rifrildinu. Lögreglan telur víst að búið sé að aflýsa brúðkaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×