Erlent

Ár frá andláti Litvinenkos

Vinir Alexanders Litvinenko telja víst að rússnesk yfirvöld hafi komið að morðinu á njósnaranum fyrrverandi.
Vinir Alexanders Litvinenko telja víst að rússnesk yfirvöld hafi komið að morðinu á njósnaranum fyrrverandi. MYND/AP

Ár er í dag frá því að fyrrverrandi njósnari KGB, Alexander Litvinenko, lést á sjúkrahúsi eftir að hafa verið byrlað geislavirkt efni, pólon-210.

Ekkja Litvinenkos, Marina, hyggst í dag minnast mannsins síns með því að lesa aftur yfirlýsinguna sem hann las á dánarbeði sínum, en þar sakaði hann Vladímír Pútín Rússlandsforseta um aðild að morðinu.

Bretar og Rússar hafa deilt vegna málsins því Bretar vilja fá Andrei Lugovoj, fyrrverandi njósnara hjá KGB, framseldan vegna morðsins. Við því hafa Rússar ekki orðið.

Konu Litvinenkos er nú farið að leiðast þófið og segist munu fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu til þess að reyna að fá rússnesk stjórnvöld til þess að gangast við morðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×