Erlent

Hollywoodrisar í mál við kínverska vefsíðu

Fimm af stærstu kvikmyndaverunum í Hollywood standa nú í málaferlum við eigendur vefsíðna í Kína sem þeir saka um ólöglegt niðurhal á kvikmyndum frá Hollywood.

Bandaríkjamenn hafa löngum haft horn í síðu Kínverja þar sem þeir telja Kínverja lítið gera til að vernda höfundarétt á bandarískum kvikyndum og tónlist. Telja Bandaríkjamenn að tjón þeirra nemi milljörðum dollara á hverju ári af þeim sökum.

Kvikmyndaverin eru komin í mál gegn vefíðunni Jeboo.com í Bejing og netkaffistað í Shanghæ. Saka þau Jeboo um að hafa niðurhalað með ólöglegum hætti stórmyndum á borð við Pirates of the Carabian og 13 öðrum myndum án þess að hafa haft heimild fyrir því. Gerð er krafa um yfir 200 milljónir kr. í skaðabætur.

Jeboo.com auglýsir sig sem stærsta dreifingaraðila kvikmynda á netinu í Kína og að vefsíðan hafi úrval af yfir 30.000 myndum og sjónvarpsþáttum. Málaferlin hefjast brátt í Shanghæ.

Geisladiskar með kvikmyndum kosta yfirleitt um 60 kr. stykkið á götunni í Kína sem er mun lægra verð en í öðrum auðgum löndum. Og efni í milljónavís er niðurhalað í landinu á hverju degi. Vefsíður í Kína hafa áður verið dæmdar fyrir ólöglegt niðurhal á bandarísku kvikmyndaefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×