Erlent

Samgöngur lamaðar níunda daginn í röð

Frakkar horfa nú fram á lamaðar almenningssamgöngur níunda daginn í röð vegna verkfalls sem ríkir þar í öllu landinu. Forystumenn stéttarfélaga starfsmanna í almenningssamgöngum sögðu í dag að töluverður árangur hafi náðst í viðræðum við stjórnvöld og aðra atvinnurekendur.

Skemmdir voru unnar á nokkrum stöðum á TGV lestarkerfinu í morgun. Það mun orsaka enn meiri seinkanir á þjónustunni. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hét því að þeim sem bæru ábyrgð á skemmdarverkunum yrði refsað harðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×