Rúmlega 21 prósent barna finnst þau of feit 14. nóvember 2007 13:30 Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í félagsheimili KFUM og KFUK. Um 21 prósent stráka og 23 prósent stúlkna í 7. bekk finnst þau vera of feit samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar á líðan og lífi íslenskra barna í 5., 6. og 7. bekk. Rannsóknin Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar var birt í dag, en hún er unnin af Rannsóknum og greiningu. Í henni kemur einnig fram að 11 prósent barna finnst þau of mjó. Flest börn eyða miklum tíma með foreldrum sínum og eiga greiðan aðgang að stuðningi og umhyggju þeirra. Þó segjast 21-27 prósent drengja næstum aldrei eiga samræður við alla í fjölskyldu sinni. Þar er munur á milli kynja, því 14-18 prósent stúlkna segja sömu sögu. Samkvæmt rannsókninni eru stúlkur líklegri til að vera einmana en strákar, 15-17 prósent stúlkna segjast hafa verið einmana dagana fyrir rannsóknina á meðan hlutfallið er 8-12 prósent hjá piltum. Rúmlega 20 prósent barnanna segjast hafa átt erfitt með svefn að einhverju leyti dagana fyrir könnunina. Fá börn segjast hafa orðið fyrir einelti en nokkuð fleiri telja sig fórnarlömb eineltis, eða 2-4 prósent. Í rannsókninni kemur fram að stríðni fari að mestu leiti fram á skólalóðinni. Þá kemur fram að strákum sé síður hrósað en stelpum. Bæði af kennurum og öðrum fullorðnum. Þetta á við í öllum aldurshópum rannsóknarinnar. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að flestum börnum á aldursbilinu líður vel og eru studd af foreldrum sínum. Þau eiga góða vini og hafa jákvæða hluti fyrir stafni. Rannsóknin snertir líðan, menntun, menningu, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra barna. Hún var gerð meðal tæplega 11 þúsund nemenda í þessum aldursflokki sem er 82 prósent skráðra nemenda á landsvísu. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Um 21 prósent stráka og 23 prósent stúlkna í 7. bekk finnst þau vera of feit samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar á líðan og lífi íslenskra barna í 5., 6. og 7. bekk. Rannsóknin Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar var birt í dag, en hún er unnin af Rannsóknum og greiningu. Í henni kemur einnig fram að 11 prósent barna finnst þau of mjó. Flest börn eyða miklum tíma með foreldrum sínum og eiga greiðan aðgang að stuðningi og umhyggju þeirra. Þó segjast 21-27 prósent drengja næstum aldrei eiga samræður við alla í fjölskyldu sinni. Þar er munur á milli kynja, því 14-18 prósent stúlkna segja sömu sögu. Samkvæmt rannsókninni eru stúlkur líklegri til að vera einmana en strákar, 15-17 prósent stúlkna segjast hafa verið einmana dagana fyrir rannsóknina á meðan hlutfallið er 8-12 prósent hjá piltum. Rúmlega 20 prósent barnanna segjast hafa átt erfitt með svefn að einhverju leyti dagana fyrir könnunina. Fá börn segjast hafa orðið fyrir einelti en nokkuð fleiri telja sig fórnarlömb eineltis, eða 2-4 prósent. Í rannsókninni kemur fram að stríðni fari að mestu leiti fram á skólalóðinni. Þá kemur fram að strákum sé síður hrósað en stelpum. Bæði af kennurum og öðrum fullorðnum. Þetta á við í öllum aldurshópum rannsóknarinnar. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að flestum börnum á aldursbilinu líður vel og eru studd af foreldrum sínum. Þau eiga góða vini og hafa jákvæða hluti fyrir stafni. Rannsóknin snertir líðan, menntun, menningu, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra barna. Hún var gerð meðal tæplega 11 þúsund nemenda í þessum aldursflokki sem er 82 prósent skráðra nemenda á landsvísu.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira