Vegagerðin er hætt við útboð á lagningu Gjábakkavegar á milli Þingvalla og Laugarvatns. Ástæðan er að í Bláskógabyggð gleymdist að gera nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi þannig að í gildandi skipulagi er ekki gert ráð fyrir fyrirhuguðum vegi.
Á vefnum Suðurlandi segir að auglýsa þurfi breytingu á aðalskipulagi og gefa almenningi kost á að gera athugasemdir. Þeim þarf svo að svara og senda nýtt skipulag til Skipulagsstofnunar.
Má áætla að sex mánuðir hið minnsta muni líða þartil heimilt verður að bjóða framkvæmdina út. Vegurinn á að leysa af hólmi núverandi malarveg, sem kenndur er við Lyngdalsheiði.