Innlent

Sex ára börn ganga með GSM

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dæmi eru um að sex ára gömul börn eigi GSM síma. Mynd úr safni.
Dæmi eru um að sex ára gömul börn eigi GSM síma. Mynd úr safni.

Dæmi eru um að börn, allt niður í sex til sjö ára gömul, eigi farsíma sem þau taka með sér í skólann. Helgi Árnason, skólastjóri í Rimaskóla, segir að símaeign nemenda hafi ekki skapað vandamál hjá þeim. „Við höfum sett reglur um tæki eins og GSM síma og reynum að hafa þær eins skýrar og við getum," segir Helgi. Samkvæmt reglunum er notkun GSM síma óheimil í kennslustundum nema með undantekningareglum sem kennararar setja.

Daníel Gunnarsson, skólastjóri í Ölduselsskóla, tekur í sama streng og Helgi. „Það er til í dæminu að börn á fyrsta ári í skólanum eigi síma, en það er alls ekki algengt," segir Daníel. Hann bendir að símaeign sé algengari á meðal unglinga í skólanum. Daníel segir að aðstoðarskólastjóri taki símana umsvifalaust í sína vörslu ef að nemendur fylgja ekki reglum skólans um meðferð þeirra.

Bæði Helgi og Daníel benda á að margir foreldrar séu þeirrar skoðunar að símarnir séu mikilvægt öryggistæki. Börn og unglingar geti til dæmis hringt í foreldra sína og látið vita um ferðir sínar eftir að skólatíma lýkur.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×