Þróunin í sveitunum ekki háskaleg 13. nóvember 2007 14:27 MYND/GVA Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra segir að fátt bendi til að þróunin í sveitum landsins sé á nokkurn hátt háskalega og að hún leiði til tjóns fyrir sveitirnar. Þetta kom fram í máli hans við utandagskrárumræðu um uppkaup á jörðum og verndun landbúnaðarlands. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, var málshefjandi og benti á að sátt hefði verið um það í lanindu að bændur væru vörslumenn lands síns og framleiddu hollar vörur á landinu. Uppkaup fjársterkra aðila á jörðum stefndu þessari stöðu og sátt í voða.Benti hann á að sami aðili ætti tíu jarðir í Vopnafirði og þá hefði annar aðili verið að kaupa upp jarðir í Borgarfirði. Spurði hann ráðherra hvort til greina kæmi að endurskoða jarðalög og setja kvaðir um búsetu á jörðum og hámarksfjölda eigna eins og gert hefði verið í nágrannalöndunum til þess að vernda landbúnaðarland.Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra benti á að miklar breytingar hefðu orðið á búskaparháttum hér á landi á síðustu árum. Nýjar greinar hefðu komið til, eins og hestamennska, skógrækt og ferðamennska, og jarðir sem ekki hefðu verið nýttar áður væru nú nýttar undir hinar nýju greinar.Þá sagði hann þróunina í sveitum landsins allt aðra en í lok síðustu aldar. Þá hafi jarðir verið að fara í eyði og menn talað um að ljósin væru að slokkna í sveitum landsins. Bændur hafi verið í fátæktargildrum og hefðu ekki geta selt jarðir sínar. Á því hefði orðið breyting og þar sem ljósin hefðu slokknað áður hefðu þau kviknað á ný með nýrri atvinnustarfsemi.Eignamyndun hefði átt sér stað í sveitunum og lögbýlum hefði fjölgað frá því sem áður var. Spurði hann hvort málshefjandi teldi það vont að bændur væru að verða eignamenn. Þá sagðist hann ekki trúa því að Jón Bjarnason vildi vinna gegn því að fólk flytti aftur í sveitirnar.Enn fremur benti Einar á að 84 prósent manna ættu eitt lögbýli og fá dæmi væru hér á landi um jarðasöfnun. Því væri fátt sem benti til þess að þróunin væri á nokkurn hátt háskaleg eða leiddi til tjóns fyrir sveitina.Fleiri þingmenn tóku til máls og fögnuðu því að bændur gætu selt eignir sínar og að lögbýlum hefði fjölgað. Það væri betri staða en að sveitirnar færu í eyði. Hins vegar var einnig bent á að það þyrfti fylgjast vel með þeirri þróun að einstaklingar söfnuðu að sér jörðum. Þá var enn fremur bent á að þróunin hefði það í för með sér að ungt fólk ætti ekki mikla möguleika á að hefja búskap í dag. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra segir að fátt bendi til að þróunin í sveitum landsins sé á nokkurn hátt háskalega og að hún leiði til tjóns fyrir sveitirnar. Þetta kom fram í máli hans við utandagskrárumræðu um uppkaup á jörðum og verndun landbúnaðarlands. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, var málshefjandi og benti á að sátt hefði verið um það í lanindu að bændur væru vörslumenn lands síns og framleiddu hollar vörur á landinu. Uppkaup fjársterkra aðila á jörðum stefndu þessari stöðu og sátt í voða.Benti hann á að sami aðili ætti tíu jarðir í Vopnafirði og þá hefði annar aðili verið að kaupa upp jarðir í Borgarfirði. Spurði hann ráðherra hvort til greina kæmi að endurskoða jarðalög og setja kvaðir um búsetu á jörðum og hámarksfjölda eigna eins og gert hefði verið í nágrannalöndunum til þess að vernda landbúnaðarland.Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra benti á að miklar breytingar hefðu orðið á búskaparháttum hér á landi á síðustu árum. Nýjar greinar hefðu komið til, eins og hestamennska, skógrækt og ferðamennska, og jarðir sem ekki hefðu verið nýttar áður væru nú nýttar undir hinar nýju greinar.Þá sagði hann þróunina í sveitum landsins allt aðra en í lok síðustu aldar. Þá hafi jarðir verið að fara í eyði og menn talað um að ljósin væru að slokkna í sveitum landsins. Bændur hafi verið í fátæktargildrum og hefðu ekki geta selt jarðir sínar. Á því hefði orðið breyting og þar sem ljósin hefðu slokknað áður hefðu þau kviknað á ný með nýrri atvinnustarfsemi.Eignamyndun hefði átt sér stað í sveitunum og lögbýlum hefði fjölgað frá því sem áður var. Spurði hann hvort málshefjandi teldi það vont að bændur væru að verða eignamenn. Þá sagðist hann ekki trúa því að Jón Bjarnason vildi vinna gegn því að fólk flytti aftur í sveitirnar.Enn fremur benti Einar á að 84 prósent manna ættu eitt lögbýli og fá dæmi væru hér á landi um jarðasöfnun. Því væri fátt sem benti til þess að þróunin væri á nokkurn hátt háskaleg eða leiddi til tjóns fyrir sveitina.Fleiri þingmenn tóku til máls og fögnuðu því að bændur gætu selt eignir sínar og að lögbýlum hefði fjölgað. Það væri betri staða en að sveitirnar færu í eyði. Hins vegar var einnig bent á að það þyrfti fylgjast vel með þeirri þróun að einstaklingar söfnuðu að sér jörðum. Þá var enn fremur bent á að þróunin hefði það í för með sér að ungt fólk ætti ekki mikla möguleika á að hefja búskap í dag.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira