Innlent

Páll Magnússon ósammála Björgólfi Guðmundssyni

Þórhallur Gunnarsson, Björgólfur Guðmundsson og Páll Magnússon.
Þórhallur Gunnarsson, Björgólfur Guðmundsson og Páll Magnússon.

„Ég er bara ósammála honum um það," sagði Páll Magnússon þegar ummæli Björgólfs um að ríkið væri versti aðilinn til þess að reka fjölmiðil voru rifjuð upp í Íslandi í dag í kvöld.

Páll var gestur þáttarins ásamt Þorgrími Gestssyni formanni Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins og tókust þeir á um samning Björgólfs við Ríkisútvarpið sem undirritaður var fyrir helgi.

Páll hélt því fram að Björgólfur væri ekki að styrkja Ríkisútvarpið heldur væri hann að stuðla að auknu leiknu efni í Ríkissjónvarpinu.

„Við verðum að hafa það á hreinu að Björgólfur Guðmundsson er ekki að kosta neina dagskrárgerð á Rúv og það kemur ekki króna til Ríkisútvarpsins, heldur fer þetta allt til kvikmyndagerðarmanna. Þetta er engin greiðasemi og hann er ekki velgjörðarmaður Rúv," sagði Páll sem varði samninginn með kjafti og klóm.

Að lokum var hann spurður hvort hann væri sáttur með samninginn ef hann væri enn yfirmaður á Stöð 2. „Já ég get ekki séð neina ástæðu til annars."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×