Erlent

Slökkviliðsmenn í Kaliforníu náð tökum á skógareldum

MYND/AFP

Slökkviliðsmenn í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum hafa náð yfirhöndinni við skógareldana sem logað hafa þar síðastliðna viku. Reiknað er með því að íbúar svæða sem urðu eldinum að bráð geti snúið aftur um helgina.

Þó eldar geysi enn á fjölmörgum svæðum hafa slökkviliðsmenn náð að eingangra þá og koma í veg fyrir að þeir breiðist út. Jörð er víða sviðin eftir eldana en um 500 þúsund manns þurftu að flýja heimili sín þegar ástandið var sem verst.

Flóttamenn eru nú þegar byrjað að streyma til síns heima. Yfirvöld í San Diego eru byrjuð að koma þeim flóttamönnum sem voru á íþróttaleikvanginum í San Diego fyrir á öðrum smærri stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×