Fótbolti

Staunton hættur hjá írska landsliðinu

NordicPhotos/GettyImages

Eins og búast mátti við hætti Steve Staunton sem landsliðsþjálfari Íra í knattspyrnu seint í gærkvöld. Staunton fundaði þá með stjórn írska knattspyrnusambandsins og úr varð að hann hætti. Írarnir hafa valdið vonbrigðum í undankeppni EM og langt er síðan liðið var út úr myndinni með að ná í úrslitakeppnina.

Don Givens, þjálfari U-21 árs liðs Íra hefur verið valinn eftirmaður Staunton tímabundið, en David O´Leary - fyrrum stjóri Aston Villa og Leeds - þykir líklegasti maðurinn til að verða ráðinn landsliðsþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×