Erlent

Stúlka féll af svölum - móðurinnar leitað

Sjö ára gömul bresk stúlka féll fram af svölum á fimmtu hæð hótels á Mæjorka í gær. Stúlkan er í lífshættu en lögregla leitar nú móður hennar en ekkert hefur spurst til hennar eftir að stúlkan fannst á þaki viðbyggingar hótelsins.

Stúlkan var í sumarfríi ásamt foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Faðir stúlkunnar segir að móðirin hafi hagað sér undarlega í fríinu en vill ekki ganga svo langt að segja að hún hafi átt þátt í falli stúlkunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×