Enski boltinn

Giggs búinn að framlengja

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ryan Giggs á siglingu.
Ryan Giggs á siglingu.

Ryan Giggs, vængmaður Manchester United, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn er út næsta tímabil, til sumarsins 2009. Giggs er 33 ára og hefur eytt öllum atvinnumannaferlinum hjá félaginu.

„Ryan hefur sýnt ótrúlega tryggð og verið hérna alveg síðan hann var fjórtán ára skólastrákur," sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.

Með United hefur Giggs unnið níu enska meistaratitla, fjóra FA bikarmeistaratitla, tvo deildabikarmeistaratitla og einn Evróputitil meistaraliða.

Giggs segist enn njóta þess í botn að spila fótbolta og er hæstánægður með nýja samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×