Erlent

Hamfaraflóð á ferðamannastöðum á Spáni

Þórir Guðmundsson skrifar

Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið í óveðri á helstu ferðamannastöðum Spánar. Rigningavatn hefur flætt um götur bæja og fresta hefur orðið flug- og ferjusamgöngum.

Það var ófögur sjón sem mætti mönnum í bænum Beniarbeig í Alicante í morgun. Bílar fljóta eins og hráviði um vatnsósa göturnar og fólk hefur þurft að leita skjóls uppi á húsþökum. Þyrlubjörgunarmenn þurfti til að koma fólki burt.

Eldri kona lét lífið í bænum El Vergel í Valensíu og maður á seglbretti lést þegar vindsveipur kastaði honum á vegg hótels sem er í fimmtíu metra fjarlægð frá ströndinni. F

lestir Íslendingar sem þarna búa eru sunnan við Alicante en óveðrið var mest fyrir norðan. Hins vegar er ekki líklegt að margir hafi farið á ströndina í dag. Mórauð vatnskennd leðjan lak niður götur bæjanna og litaði bæði baðstrendurnar og sjóinn.

Íbúar bæjarins Denia neyddust til að flýja eftir að áin Girona flæddi yfir bakka sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×