Enski boltinn

Þetta verður löng leiktíð hjá Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist telja að Chelsea eigi langa og erfiða leiktíð fyrir höndum í ensku úrvalsdeildinni, en útilokar liðið ekki úr titilbaráttunni.

Ronaldo segir að hlutirnir verði ekki þeir sömu án Jose Mourinho. "Chelsea án Mourinho er allt annað lið. Maður getur aldrei afskrifað Chelsea, en ég hef það á tilfinningunni að þetta verði erfitt tímabil hjá þeim," sagði Ronaldo.

Hann segir sína menn í United vera sigurstranglegasta í Meistaradeildinni. "Ég held að United sé sigurstranglegast. Milan, Barcelona, Real Madrid og Inter hafa líka möguleika, en við viljum að minnsta kosti ná í úrslitaleikinn. 'Eg er mjög metnaðar fullur og vil ná í alla úrslitaleiki," sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×