Enski boltinn

Diouf hættur með landsliðinu

Diouf hefur fengið nóg af því að spila með landsliðinu
Diouf hefur fengið nóg af því að spila með landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Senegalinn El Hadji Diouf tilkynnti í dag að hann væri hættur að leika með landsliði sínu. Diouf leikur með Bolton í ensku úrvalsdeildinni og var fyrirliði Senegal. Hann er aðeins 26 ára gamall en segist ekki geta leikið lengur fyrir hönd þjóðar sinnar.

"Ég er hættur með landsliðinu. Það eru svo mikil vandamál tengd því að spila fyrir landsliðið. Það á að spila æfingaleik eftir vikutíma og ég veit ekki einu sinni við hvaða lið við erum að spila. Þetta er ólíðandi. Svo þurfum við að borga fyrir allt upphihald og flug sjálfir og það er annað stórt vandamál. Ég á ekki von á því að ég skipti um skoðun," sagði Diouf í dag. Hann á að baki rúmlega 30 landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×