Fótbolti

Blackburn úr leik

Blackburn féll úr keppni gegn lægra skrifuðum andstæðingum í kvöld
Blackburn féll úr keppni gegn lægra skrifuðum andstæðingum í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Blackburn datt úr leik í Evrópukeppni félagsliða í kvöld þrátt fyrir 2-1 sigur á gríska liðinu Larissa á Ewood Park í kvöld. Larissa vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli og því er enska liðið úr leik.

Larissa skoraði gríðarlega mikilvægt mark á útivelli þegar Cleyton skoraði laglegt mark á 17. mínútu. Þetta reyndist heimamönnum erfiður biti að kyngja, en Blackburn spilaði þó mun betur í síðari hálfleiknum. Matt Derbyshire jafnaði metin úr vítaspyrnu skömmu fyrir hlé og Stephen Warnock kom liðinu yfir á 51. mínútu.

Þrátt fyrir fína tilburði Blackburn manna í síðari hálfleiknum náðu þeir ekki lengra og segja má að ömurleg frammistaða liðsins í fyrri leiknum hafi gert útslagið. Stuðningsmenn Larissa mættu margir á Ewood Park í kvöld og létu vel í sér heyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×