Veigar Páll: Hundfúll vegna ummæla þjálfarans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2007 16:00 Veigar Páll Gunnarsson er ósáttur við ummæli þjálfara síns í gær. Mynd/Scanpix Veigar Páll Gunnarsson strunsaði ekki frá heimavelli Stabæk eftir að honum var skipt út af í gær og er í raun veikur í dag. Norskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr því að Veigari Páli var skipt út af í tapleik Stabæk fyrir Lyn í norsku úrvalsdeildinni í gær. Þeir segja að Veigar hafi strunsað beint heim og svo ekki mætt á æfingu í dag. „Þetta er ekki eins alvarlegt eins og þetta sýnist vera," sagði Veigar Páll við Vísi í dag. „Ég átti mjög lélegan leik í gær og fer ekkert í felur með það. En allt liðið átti líka lélegan dag. Ég var svo tekinn út af og hef síðan lesið að ég hefði strunsað heim. Það var ekki þannig. Ég fór inn í klefa og róaði mig aðeins niður eftir lélega frammistöðu. Svo fór ég í sturtu, klæddi mig og í stað þess að fara aftur út á völlinn horfði ég á leikinn í sjónvarpi undir stúkunni. Eftir það fór ég heim og var ekkert óeðlilegt við það." Veigar mætti svo ekki á æfingu í dag og hafa norskir fjölmiðlar fjallað um það í dag. „Ég er svo sem ekkert fárveikur en ég er slappur. Þess vegna er ég heima og hefur ekkert að gera með leikinn í gær." Hann er hins vegar mjög ósáttur við þau ummæli sem Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, lét falla eftir leikinn í gær. „Það hefur verið mjög gott á milli okkar síðan hann kom til félagsins. En svo segir hann að hann sé orðinn þreyttur á lélegu viðhorfi mínu og líður mér eins og hann sé að kenna mér um tapið. Það finnst mér illa sagt af honum og kemur mér leiðinlega á óvart að hann segi slíkt. Ég er hundfúll vegna þessara ummæla." Veigar segir að miðað við sína frammistöðu með liðinu undanfarin þrjú ár eigi hann betra skilið. „Nú þegar ég á einn leik þar sem bókstaflega ekkert gengur upp fær maður að heyra þetta. Ég hef oft átt slaka leiki en þetta var í raun eini alslæmi leikur minn með félaginu undanfarin þrjú ár. Svo fannst mér ég ekkert verri en restin af liðinu." Hann lætur þetta þó ekki á sig fá og ætlar að mæta galvaskur á næstu æfingu Stabæk. „Ég mæti eins og að ekkert hafi í skorist. Ef hann vill ræða þetta mál við mig getur hann gert það." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson strunsaði ekki frá heimavelli Stabæk eftir að honum var skipt út af í gær og er í raun veikur í dag. Norskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr því að Veigari Páli var skipt út af í tapleik Stabæk fyrir Lyn í norsku úrvalsdeildinni í gær. Þeir segja að Veigar hafi strunsað beint heim og svo ekki mætt á æfingu í dag. „Þetta er ekki eins alvarlegt eins og þetta sýnist vera," sagði Veigar Páll við Vísi í dag. „Ég átti mjög lélegan leik í gær og fer ekkert í felur með það. En allt liðið átti líka lélegan dag. Ég var svo tekinn út af og hef síðan lesið að ég hefði strunsað heim. Það var ekki þannig. Ég fór inn í klefa og róaði mig aðeins niður eftir lélega frammistöðu. Svo fór ég í sturtu, klæddi mig og í stað þess að fara aftur út á völlinn horfði ég á leikinn í sjónvarpi undir stúkunni. Eftir það fór ég heim og var ekkert óeðlilegt við það." Veigar mætti svo ekki á æfingu í dag og hafa norskir fjölmiðlar fjallað um það í dag. „Ég er svo sem ekkert fárveikur en ég er slappur. Þess vegna er ég heima og hefur ekkert að gera með leikinn í gær." Hann er hins vegar mjög ósáttur við þau ummæli sem Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, lét falla eftir leikinn í gær. „Það hefur verið mjög gott á milli okkar síðan hann kom til félagsins. En svo segir hann að hann sé orðinn þreyttur á lélegu viðhorfi mínu og líður mér eins og hann sé að kenna mér um tapið. Það finnst mér illa sagt af honum og kemur mér leiðinlega á óvart að hann segi slíkt. Ég er hundfúll vegna þessara ummæla." Veigar segir að miðað við sína frammistöðu með liðinu undanfarin þrjú ár eigi hann betra skilið. „Nú þegar ég á einn leik þar sem bókstaflega ekkert gengur upp fær maður að heyra þetta. Ég hef oft átt slaka leiki en þetta var í raun eini alslæmi leikur minn með félaginu undanfarin þrjú ár. Svo fannst mér ég ekkert verri en restin af liðinu." Hann lætur þetta þó ekki á sig fá og ætlar að mæta galvaskur á næstu æfingu Stabæk. „Ég mæti eins og að ekkert hafi í skorist. Ef hann vill ræða þetta mál við mig getur hann gert það."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira