Erlent

Bréfasprengjumaðurinn er hryðjuverkamaður

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Lögreglumenn á vettvangi við eitt húsanna sem bréfasprengja sprakk í .
Lögreglumenn á vettvangi við eitt húsanna sem bréfasprengja sprakk í . MYND/AFP

Umsjónamaður í breskum skóla var í dag fundinn sekur um að senda sjö bréfasprengjur og vera valdur að því að slasa átta manns. Miles Cooper 27 ára íbúi í Cambridge sendi bréfasprengjurnar á heimilisföng í Englandi og Wales fyrr á þessu ári. Fimm þeirra sprungu. Dómarinn sagði hann vera hryðjuverkamann.

Cooper var dæmdur í fangelsisvist til óákveðins tíma. Julian Hall dómari sagði að hann ætti þó ekki möguleika á reynslulausn fyrr en eftir fjögur og hálft ár á bakvið lás og slá. „Þú ert hryðjuverkamaður, á því er enginn vafi."

Cooper neitaði ekki að hafa sent bréfasprengjurnar en neitaði að hafa ætlað að slasa fólk. Hann segir ástæðuna vera þá að hann hafi haft ástæður af því hvert landið stefndi. Markmið hans hafi verið að leiða athygli að því. Bréfasprengjurnar sendi hann á réttarrannsóknarstofur, tölvufyrirtæki, endurskoðendaskrifstofu, Bifreiða- og ökumannaskrá Breta og á almenn heimilisföng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×