Innlent

Enn ekki yfirheyrt meintan höfuðpaur

Andri Ólafsson skrifar
Lögreglan hefur enn ekki hafið yfirheyrslur á Bjarna Hrafnkelssyni sem grunaður er um að vera annar af höfuðpauranum í Fáskrúðsfjarðarmálinu.

Bjarni var handtekinn í Hafnarfirði á fimmtudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðar sama dag. Bjarni kærði en Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn á mánudag.

Bjarni Hrafnkelsson er af lögreglu talinn hafa skipulagt og fjármagnað smygl á um 60 kílóum af amfetamíni og e-pillu dufti sem haldlögð voru á Fáskrúðsfirði. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsivist.

Það að yfirheyrslur séu ekki hafnar yfir Bjarna bendir til að lögreglan leggi þessa stundina fyrst og fremst áherslu á að knýja fram játningar frá mönnunum sem teknir voru um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði, þeim Guðbjarna Traustasyni og Alvari Óskarssyni, áður en þjarmað verður að Bjarna og Einari Jökli Einarssyni, sem handteknir voru á Höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×