Enski boltinn

United mun ekki styðja undanþágu fyrir Grant

Avram Grant er á undanþágu eins og staðan er í dag
Avram Grant er á undanþágu eins og staðan er í dag NordicPhotos/GettyImages

Manchester United mun ekki skrifa undir að Avram Grant verði veitt undanþága til að stýra liði á Englandi ef sýnt þykir að hann hafi ekki réttindi til þess. Grant er ekki með pappíra til að vera stjóri á Englandi og Chelsea hefur 12 vikur til að ganga frá málum hans.

United mun leggjast gegn því að honum verði veitt undanþága til að þjálfa á Englandi- rétt eins og félagið gerði þegar Glenn Roeder (Newcastle) og Gareth Southgate (Middlesbrough) voru í sömu stöðu. Breska ríkissjónvarpið greinir frá þessu í morgun.

Sir Alex Ferguson er sagður ákafur talsmaður þess að engar undanþágur séu veittar í þessum efnum, en reglur úrvalsdeildarinnar og evrópska knattspyrnusambandsins segja að stjórar þurfi að gangast undir 240 stunda nám til að mega þjálfa - nám sem venjulega tekur eitt ár.

Talsmaður úrvalsdeildarinnar segist þegar hafa ritað Chelsea bréf til að minna á að stjórinn þurfi að hafa tilskilin leyfi til að starfa á Englandi.

Gareth Southgate hjá Boro, sem sjálfur var í sömu stöðu en fékk undanþágu vegna landsliðsferilsins, segist ekki eiga von á að Grant lendi í vandræðum. "Hann hefur stuðnings Roman Abramovich eiganda og ég er viss um að hann þarf ekki að hafa áhyggjur," sagði Southgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×