Fótbolti

Jói Kalli spilaði með Burnley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson í búningi Burnley.
Jóhannes Karl Guðjónsson í búningi Burnley. Nordic Photos / Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði í 70 mínútur í leik Bristol City og Burnley í ensku B-deildinni í dag.

Jóhannes Karl byrjaði reyndar á bekknum en kom inn á á 20. mínútu þegar Chris McCann þurfti að fara meiddur af velli.

Andy Gray kom Burnley yfir íá 52. mínútu en Darren Byfield skoraði tvö fyrir Bristol City með sex mínútna millibili undir lok leiksins.

Clark Carlisle tryggði hins vegar Burnley jafnteflið með marki á 90. mínútu.

Eftir leiki dagsins er Watford á toppi deildarinnar með sextán stig eftir sjö leiki. Charlton er í öðru sæti með fjórtán stig.

Burnley er í sjötta sæti, sem fyrr, með ellefu stig. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×