Fótbolti

Emil spilaði allan leikinn hjá Reggina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emil Hallfreðsson í baráttunni við Francesco Totti í leik Reggina og Roma fyrir skömmu.
Emil Hallfreðsson í baráttunni við Francesco Totti í leik Reggina og Roma fyrir skömmu. Nordic Photos / AFP

Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn þegar Reggina tapaði fyrir Udinese á Ítalíu í dag.

Það byrjaði ekki vel fyrir Emil og félaga því markahrókurinn Antonio Di Natale skoraði fyrir Udinese strax á sjöttu mínútu. Hann bætti svo við öðru marki á 62. mínútu.

Di Natale hefur verið sjóðheitur að undanförnu og duglegur að skora fyrir bæði félagslið og landslið.

Reggina er enn án sigurs í deildinni eftir fjóra leiki og situr í sautjánda sæti deildarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×