Höfuðpaurarnir taldir vera tveir Andri Ólafsson skrifar 21. september 2007 16:35 Mennirnir fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. MYND/HÖRÐUR Bjarni Hrafnkelsson 35 ára gamall Hafnfirðingur og Einar Jökull Einarsson, 27 ára gamall Garðbæingur, eru samkvæmt heimildum Vísis taldir vera höfuðpaurar í Stóra smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði í gær. Þeir voru báðir handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í framhaldinu. Bjarni Hrafnkelsson fékk dóm árið 1994 fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á tæplega tveim kílóum af hassi til landsins. Sá innflutningur var í gegnum Keflavíkurflugvöll. Bjarni var handtekinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærmorgun. Í kjölfarið gerði lögreglan leit í bátnum Fagraey í Sandgerði sem er í hans eigu. Bjarni er talinn koma að skipulagningu og fjármögnun smyglskútumálsins. Þeir sem sigldu seglskútunni með 60 kíló af amfetamíni, e-dufti og e-pillum til Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun voru Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson. Þeir eru báðir fæddir 1982 og voru einnig úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Guðbjarni er búsettur í Sandgerði þar sem bátur Bjarna Hrafnkelssonar er staðsettur og hann starfar sem sjómaður. Eins og sakir standa er bátur Guðbjarna í slipp í Njarðvík.Tengsl þeirra handteknu. Smellið á myndina til þess að stækka.MYND/Stöð 2Alvar er vinur bræðranna Einars Jökuls Einarssonar og Loga Freys Einarssonar úr Garðabæ. Þeir bræður voru báðir handteknir í gær, Einar Jökull í Reykjavík og Logi Freyr á heimili sínu í Stafangri í Noregi. Þeir eru fæddir 1980 og 1976. Einar Jökull sigldi við annan mann á skútunni Lucky Day til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimum árum. Þar stökk hann frá borði ásamt félaga sínum og skildi bátinn eftir veturlangt í höfninni á Fáskrúðsfirði. Logi Freyr borgaði hafnargjöldin af bátnum á meðan hann lá við bryggju. Það mun vera talið að Bjarni Hrafnkelsson hafi fjármagnað smyglið en Einar Jökull séð um skipulagningu þess og framkvæmd. Auk þessara manna var einn annar handtekinn og úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald hér á landi. Það var karlmaður á þrítugsaldri sem kom á Fáskrúðsfjörð í bílaleigubíl frá Bílaleigunni Höldur til að taka á móti þeim Alvari og Guðbjarna. Þá voru tveir handteknir í Færeyjum, Íslendingur og Dani, 23 og 24 ára gamlir. Í þeirri aðgerð fundust um tvö kíló af amfetamíni. Loks voru maður og kona handtekin í Danmörku en þeim hefur nú verið sleppt úr haldi. Þau eru ekki talin tengjast smyglmálinu. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt. 20. september 2007 23:31 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Bjarni Hrafnkelsson 35 ára gamall Hafnfirðingur og Einar Jökull Einarsson, 27 ára gamall Garðbæingur, eru samkvæmt heimildum Vísis taldir vera höfuðpaurar í Stóra smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði í gær. Þeir voru báðir handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í framhaldinu. Bjarni Hrafnkelsson fékk dóm árið 1994 fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á tæplega tveim kílóum af hassi til landsins. Sá innflutningur var í gegnum Keflavíkurflugvöll. Bjarni var handtekinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærmorgun. Í kjölfarið gerði lögreglan leit í bátnum Fagraey í Sandgerði sem er í hans eigu. Bjarni er talinn koma að skipulagningu og fjármögnun smyglskútumálsins. Þeir sem sigldu seglskútunni með 60 kíló af amfetamíni, e-dufti og e-pillum til Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun voru Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson. Þeir eru báðir fæddir 1982 og voru einnig úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Guðbjarni er búsettur í Sandgerði þar sem bátur Bjarna Hrafnkelssonar er staðsettur og hann starfar sem sjómaður. Eins og sakir standa er bátur Guðbjarna í slipp í Njarðvík.Tengsl þeirra handteknu. Smellið á myndina til þess að stækka.MYND/Stöð 2Alvar er vinur bræðranna Einars Jökuls Einarssonar og Loga Freys Einarssonar úr Garðabæ. Þeir bræður voru báðir handteknir í gær, Einar Jökull í Reykjavík og Logi Freyr á heimili sínu í Stafangri í Noregi. Þeir eru fæddir 1980 og 1976. Einar Jökull sigldi við annan mann á skútunni Lucky Day til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimum árum. Þar stökk hann frá borði ásamt félaga sínum og skildi bátinn eftir veturlangt í höfninni á Fáskrúðsfirði. Logi Freyr borgaði hafnargjöldin af bátnum á meðan hann lá við bryggju. Það mun vera talið að Bjarni Hrafnkelsson hafi fjármagnað smyglið en Einar Jökull séð um skipulagningu þess og framkvæmd. Auk þessara manna var einn annar handtekinn og úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald hér á landi. Það var karlmaður á þrítugsaldri sem kom á Fáskrúðsfjörð í bílaleigubíl frá Bílaleigunni Höldur til að taka á móti þeim Alvari og Guðbjarna. Þá voru tveir handteknir í Færeyjum, Íslendingur og Dani, 23 og 24 ára gamlir. Í þeirri aðgerð fundust um tvö kíló af amfetamíni. Loks voru maður og kona handtekin í Danmörku en þeim hefur nú verið sleppt úr haldi. Þau eru ekki talin tengjast smyglmálinu.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt. 20. september 2007 23:31 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt. 20. september 2007 23:31