Enski boltinn

Langþráður sigur hjá Tottenham

Defoe minnti á sig í kvöld og skoraði tvö mörk
Defoe minnti á sig í kvöld og skoraði tvö mörk NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol, stjóri Tottenham, hefur eflaust varpað öndinni léttar í kvöld þegar hans menn gjörsigruðu Anorthosis Famagusta frá Kýpur 6-1 í fyrri leik liðanna í undankeppni UEFA bikarsins.

Jol er undir mikilli pressu eftir skelfilegt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni og tefldi því fram sínu sterkasta liði í kvöld. Hans menn fundu fljótt taktinn eins og stjórinn hafði vonað og sigur heimamanna var aldrei í hættu.

Framherjinn Jermain Defoe minnti rækilega á sig með því að skora tvö mörk eftir að hafa komið inn sem varamaður, en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu undanfarið. Þeir Younes Kaboul, Michael Dawson, Robbie Keane og Darren Bent skoruðu hin fjögur mörkin fyrir Lundúnaliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×