Enski boltinn

Mourinho reiknar ekki með Drogba og Lampard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Drogba og Lampard hafa átt við meiðsli að stríða.
Drogba og Lampard hafa átt við meiðsli að stríða. Nordic Photos / Getty Images

Jose Mourinho staðfesti í gær að afar ólíklegt væri að Didier Drogba og Frank Lampard yrðu klárir fyrir stórslag Manchester United og Chelsea á sunnudag.

Báðir misstu þeir af leik Chelsea og Rosenborg í Meistaradeildinni í gær og var greinilegt að þeirra var sárt saknað. Liðið átti tæplega 30 marktilraunir í leiknum en skoraði aðeins eitt mark. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli.

Lampard er meiddur á læri og Drogba á hné.

"Ég fæ engar góðar fréttir frá læknum félagsins," sagði Mourinho. "Ég býst ekki við því að þeir geti spilað með á sunnudaginn." 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×