Innlent

Tvö umferðarslys á sömu mínútunni

MYND/KK

Tvö umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri í gærkvöld á sömu mínútunni og urðu bæði á sérstökum akstursbrautum í nágrenni bæjarins.

Í frétt frá lögreglunni kemur fram fyrst hafi verið tilkynnt um ökumann fjórhjóls sem velti hjóliu sínu á akstursbraut við rætur Hlíðarfjalls. Hann slasaðir talsvert og var fluttur á Sjúkrahús Akureyrar til aðhlynningar. Þá varð einnig umferðarslys á sandspyrnubrautinni við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit. Þar hafði ungur piltur ákveðið að taka létta æfingu á fjölskyldujeppanum í fylgd tveggja vina sinna en réð ekki betur við verkefnið en svo að hann velti jeppanum heilan hring. Ökumaður og annar farþeginn voru fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×