Orkuveitan rukkar milljónir fyrir verk sem áður voru unnin án gjalds 11. september 2007 12:30 MYND/Hrönn Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi segir augljóst að stefnubreyting hafi orðið hjá Orkuveitu Reykjavíkur undanfarið. Hann segir fyrirtækið rukka ótæpilega fyrir verk sem áður var ekki rukkað fyrir. Hann tekur ný dæmi af Nýbýlavegi og Dalvegi þar sem Orkuveitan hafi farið fram á margar milljónir króna fyrir að færa til lagnir á þeirra vegum. Hann hefur óskað eftir fundi um málið við borgarstjóra Reykjavíkur.Gunnar segir málið ekki snúast um gjaldskrá Orkuveitunnar en upplýsingafulltrúi OR hefur sagt í fjölmiðlum að hann skilji ekki hvað bæjarstjórinn eigi við þar sem engar gjaldskrárbreytingar hafi verið gerðar. „Þetta mál snýst ekki um gjaldskránna heldur hvað það kostar að fá fyrirtækið til þess að færa til strengi sem þarf að flytja úr stað," segir Gunnar. Hann segir að hingað til hafi þetta verið gert án endurgjalds nema um stórar aðgerðir hafi verið að ræða. „Undanfarið hefur það hins vegar verið þannig að þegar við biðjum um færslu á strengjum til þess að þeir lendi ekki undir þegar verið er að leggja nýja vegi, þá krefjast þeir stórra upphæða fyrir viðvikið." Gunnar segist ekki vilja nefna nákvæmar tölur í þessu sambandi en hann segir að um margar milljónir sé að ræða.Gunnar bendir á að strengir og rör á vegum Orkuveitunnar liggi víða um bæinn og að fyrirtækiið hafi hingað til ekki greitt krónu fyrir það til Kópavogsbæjar. Hann veltir því einnig upp hvort til greina komi fyrir bæinn að stofna Rafveitu Kópavogs. „Það er ekkert mál fyrir okkur að stofna eigin rafveitu. Nú þegar búið er að skilja á milli framleiðslu og flutnings á raforku þá er ekkert sem segir að við getum ekki bara dreift þessu sjálfir."Gunnar segist ekkert hafa á móti hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar sem slíkri. „En ef þetta á að verða svona, að menn fari að rukka ótæpilega fyrir allt þá er tími til að staldra við og þess vegna óskaði ég eftir þessum fundi með borgarstjóra," segir Gunnar. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi segir augljóst að stefnubreyting hafi orðið hjá Orkuveitu Reykjavíkur undanfarið. Hann segir fyrirtækið rukka ótæpilega fyrir verk sem áður var ekki rukkað fyrir. Hann tekur ný dæmi af Nýbýlavegi og Dalvegi þar sem Orkuveitan hafi farið fram á margar milljónir króna fyrir að færa til lagnir á þeirra vegum. Hann hefur óskað eftir fundi um málið við borgarstjóra Reykjavíkur.Gunnar segir málið ekki snúast um gjaldskrá Orkuveitunnar en upplýsingafulltrúi OR hefur sagt í fjölmiðlum að hann skilji ekki hvað bæjarstjórinn eigi við þar sem engar gjaldskrárbreytingar hafi verið gerðar. „Þetta mál snýst ekki um gjaldskránna heldur hvað það kostar að fá fyrirtækið til þess að færa til strengi sem þarf að flytja úr stað," segir Gunnar. Hann segir að hingað til hafi þetta verið gert án endurgjalds nema um stórar aðgerðir hafi verið að ræða. „Undanfarið hefur það hins vegar verið þannig að þegar við biðjum um færslu á strengjum til þess að þeir lendi ekki undir þegar verið er að leggja nýja vegi, þá krefjast þeir stórra upphæða fyrir viðvikið." Gunnar segist ekki vilja nefna nákvæmar tölur í þessu sambandi en hann segir að um margar milljónir sé að ræða.Gunnar bendir á að strengir og rör á vegum Orkuveitunnar liggi víða um bæinn og að fyrirtækiið hafi hingað til ekki greitt krónu fyrir það til Kópavogsbæjar. Hann veltir því einnig upp hvort til greina komi fyrir bæinn að stofna Rafveitu Kópavogs. „Það er ekkert mál fyrir okkur að stofna eigin rafveitu. Nú þegar búið er að skilja á milli framleiðslu og flutnings á raforku þá er ekkert sem segir að við getum ekki bara dreift þessu sjálfir."Gunnar segist ekkert hafa á móti hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar sem slíkri. „En ef þetta á að verða svona, að menn fari að rukka ótæpilega fyrir allt þá er tími til að staldra við og þess vegna óskaði ég eftir þessum fundi með borgarstjóra," segir Gunnar.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira