Innlent

Skipti út ófölsuðum seðlum fyrir falsaða í kassa í Bónus

Tveir karlmenn og kona hafa verið ákærð fyrir peningafölsun með því að hafa sett bæði falsaða eitt þúsund króna og fimm hundruð króna seðla í umferð og tekið ófalsaða í staðinn úr kassa í Bónus.

Ákæra á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fólkið er á aldrinum 20-22 ára og eftir því sem fram kemur í ákærunni reyndi það að koma allt 12 þúsund króna seðlum og 37 fimm hundruð króna seðlum í umferð fyrr á árinu. Samkvæmt ákærunni vann stúlkan á kassa í Bónus í Holtagörðum og tók við fölsuðum seðlunum úr hendi annars mannanna og lét hann fá ófalsaða í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×