Erlent

ETA heitir frekari sprengjuárásum á Spáni

MYND/AFP

Meðlimir í basknesku aðskilnaðarsamtökunum ETA á Spáni heita því að halda áfram sprengjuárásum í landinu. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þau telja að friðarsamkomulagið sem gert var á síðasta ári sýni að það sé tilgangslaust að semja við núverandi stjórnvöld á Spáni.

Í yfirlýsingunni, sem er sú fyrsta sem kemur frá ETA í fjórtán mánuði, segir að stjórnvöld hafi ekki lagt fram neinar pólitískar lausnir vegna kröfu samtakanna um sjálfstæði Baskahéraðanna á Spáni. Að mati samtakanna virðast stjórnvöld einungis sækjast eftir allsherjar uppgjöf ETA. Því hafi samtökin ákveðið að grípa til vopna á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×