Íslenski boltinn

Grétar Rafn og Hermann æfðu með fötluðum

Mynd af vef KSÍ.
Mynd af vef KSÍ.

Mikið fjör var á fótboltaæfingu hjá fötluðum í morgun en hún fór fram á sparkvellinum við Laugarnesskóla. Landsliðsmennirnir Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson mættu á æfinguna og léku listir sínar.

Hópurinn var í góðu formi á æfingunni, undir stjórn íþróttakennaranemanna Ingvars Kale og Mörtu Ólafsdóttur, en um 20 þátttakendur voru mættir ásamt góðum hópi áhorfenda.

Mikill áhugi var hjá hópnum og ekki minnkaði hann þegar landsliðsmennirnir Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson mættu á æfinguna og tóku þátt. Eftir æfinguna voru málin rædd til hlítar og voru þátttakendur þreyttir en ákaflega ánægðir eftir æfinguna.

Af vef KSÍ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×