Erlent

Aurskriða fellur í Sunndal í Noregi

Frá Osló í Noregi.
Frá Osló í Noregi. MYND/365

Flytja þurfta íbúa af heimilum sínum í Litjdalen við Sunndal í Noregi í gærkvöldi eftir að aurskriða féll á hús þeirra. Skriðan var um 20 metrar að breidd en nokkrar aurskriður hafa fallið í Sunndal og Romsdal í Noregi á undanförnum dögum. Engan sakaði.

Fram kemur á vef norska dagblaðsins Aftenposten að aurskriðan hafi stöðvast við bílskúrsvegg. Íbúar tveggja húsa voru fluttir til öryggis í burtu þar sem óttast var að fleiri aurskriður kynnu að falla. Fengu þeir að gista hjá nágrönnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×