Innlent

Skothvellir á sumarbústaðalandi við Þingvelli

Lögreglan á Selfossi var kölluð að sumarbústaðarlandi við Þingvelli skömmu fyrir miðnætti í nótt eftir að þar heyrðust fjölmargir skothvellir. Í ljós kom að í einum bústaðnum var mikill gleðskapur í gangi og þar hafði fólk skemmt sér við skjóta úr haglabyssu upp í loftið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi barst henni fyrst tilkynning frá sumarbústaðaeiganda um skothvelli á svæðinu rétt eftir kvöldmatarleytið í gær. Erfitt reyndist hins vegar ákveða hvaðan skothvellirnir bærust. Skömmu fyrir miðnætti hringdi annar sumarbústaðaeigandi og gat lögreglan þá fundið út hvaðan hvellirnir kæmu.

Í ljós kom að einum bústaðnum var hópur fólks á þrítugsaldri með mikinn gleðskap. Þar fann lögreglan haglabyssu og á svæðinu í kringum bústaðinn lágu notuð skothylki. Enginn í hópnum reyndist vera með byssuleyfi og lagði lögreglan því hald á byssuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×