Innlent

Bílvelta á Landeyjarvegi

Bílvelta varð á Landeyjarvegi upp úr klukkan átta í morgun. Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bíl sínum með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaður meiddist lítillega að sögn lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli fór bíllinn nokkrar veltur og endaði að lokum í skurði við veginn. Ökmaður, sem var einn í bílnum, var fluttur á heilsugæslustöðina á Hellu. Að sögn lögreglu skarst hann á handlegg en slapp að öðru leyti ómeiddur. Bíllinn er gjörónýtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×