Innlent

Bílvelta við Blönduós

Flytja þurfti unga stúlku á sjúkrahúsið á Blönduósi eftir að bíll sem hún ók valt við bæinn Húnsstaði sunnan við Blönduós um klukkan ellefu í morgun. Ekki er talið að stúlkan hafi slasast alvarlega. Þá fór bíll útaf veginum við Langadal laust eftir klukkan níu í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi missti stúlkan, sem er 17 ára gömul, stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór eina veltu áður en hann hafnaði utan vegar. Stúlkan meiddist lítillega á baki og hálsi og var hún flutt á sjúkrahúsið á Blönduósi. Bíllinn er talsvert skemmdur að sögn lögreglu.

Þá fór bíll útaf veginum við Langadal um klukkan 9.20 í morgun. Einn maður var í bílnum og sakaði hann ekki að sögn lögreglu. Bíllinn skemmdist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×