Innlent

Eldur í hópbifreið í Þrastarlundi

Eldur kom upp í rútu í Þrastarlundir laust fyrir klukkan átta í kvöld. Um þrjátíu manns voru í rútunni en þá sakaði ekki. Bílstjóra tókst að slökkva eldinn áður en slökkvilið bar að garði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi kom eldurinn upp þegar rútan var í miðjum akstri. Ökumaður rútunnar tókst að slökkva eldinn og naut hann aðstoðar annars ökumanns. Um þrjátíu manns voru í rútunni, allt Íslendingar, og sakaði þá ekki. Talið er að slanga hafi farið í pústgrind með þeim afleiðingum að eldurinn braust út.

Bifreiðin var ekki í ökufæru ástandi eftir eldinn og var önnur rúta send á staðinn til að keyra farþegana áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×