Innlent

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur
Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur Mynd/ Golli

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Ásgeir Heiðar Stefánsson í 18 mánaða fangelsi. Þá var Vilhjálmur Sverrir Pétursson dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna. Ákæran á hendur mönnunum var í 23 liðum. Þeir voru meðal annars kærðir fyrir fíkniefnabrot, innbrot, þjófnaði og umferðarlagabrot. Þeir játuðu brot sín í flestum tilfellum.

 

Vilhjálmur Sverrir var sýknaður af þremur ákærum. Að hafa tekið við þýfi sem stolið var í innbroti að Hraunbergi 11 í Reykjavík. Að hafa stolið myndvarpa úr versluninni Svar tækni í Síðumúla og að hafa keyrt undir áhrifum vímuefna í byrjun mars 2007.

 

Ásgeir neitaði sök í einum ákærulið. Að hafa tekið við bifhjóli sem hann vissi að hefði verið stolið. Framburður hans þótti ekki trúanlegur og var hann sakfelldur fyrir þennan ákærulið.


Tengdar fréttir

Stálu bílum og tölvubúnaði fyrir milljónir króna

Tveir 25 ára gamlir menn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld og ítrekuð hegningarlagabrot. Ákærulistinn er langur. Mennirnir eru meðal annars sakaðir um að hafa stolið bílum og tölvubúnaði fyrir milljónir króna. Einnig eru þeir ákærðir fyrir fjölmörg innbrot, lyfjaakstur og umferðarlagabrot. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×