Innlent

Stálu bílum og tölvubúnaði fyrir milljónir króna

Annar maðurinn er ákærður fyrir að stela tölvubúnaði úr BT. Myndin tengist málinu ekki.
Annar maðurinn er ákærður fyrir að stela tölvubúnaði úr BT. Myndin tengist málinu ekki.
Tveir 25 ára gamlir menn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld og ítrekuð hegningarlagabrot. Ákærulistinn er langur. Mennirnir eru meðal annars sakaðir um að hafa stolið bílum og tölvubúnaði fyrir milljónir króna. Einnig eru þeir ákærðir fyrir fjölmörg innbrot, lyfjaakstur og umferðarlagabrot. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Ákærulistinn er eftirfarandi

Sjötta mars 2007 brutust mennirnir inn í Víkurverk ehf. og stálu tölvum, sjónvarpstækjum og DVD spiluruum að andvirði 2,4 milljónir. Á sama tíma stálu þeir bifreið af Víkurverki. Sama dag stálu þeir kerru fyrir utan bensínafgreiðslu Skeljungs að Gylfaflöt í Reykjavík

Fjölmörg innbrot

Annar maðurinn braust inn í íbúðarhúsnæði í Norðlingaholti og stal fartölvu í lok október. Í byrjun nóvember setti maðurinn skráningarmerki af Bens bifreið á Volkswagen Golf bifreið og ók um á bifreiðinni með röng skráninganúmer. Síðar í nóvember braust maðurinn inn í verslunarhúsnæði í Gylfaflöt og stal tölvubúnaði fyrir á fjórða hundrað þúsund krónur. Sama dag stal maðurinn tölvubúnaði úr BT fyrir 36 þúsund krónur. Daginn eftir var maðurinn tekinn með amfetamín við Helluhraun í Hafnarfirði. Í lok nóvember fundust einnig í vörslu mannsins munir sem stolið var í innbroti á heimili að Hraunbergi daginn áður. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa flutt skráningamerki af Toyota Corolla bifreið á aðra Corolla bifreið og ekið um á röngum skráninganúmerum á lokadögum nóvember mánaðar.

Um miðjan febrúar á þessu ári braut maðurinn rúðu í bifreið sem stóð við Fákafen. Í byrjun mars stal hann bifhjóli fyrir utan heimili í Hraunbæ í Reykjavík. Einnig stal hann kerru við Langatanga í Mosfellsbæ. Þriðja mars var maðurinn tekinn fyrir lyfjaakstur á bensínstöð Select á Vesturlandsvegi í Reykjavík. Í lok mars stal hann myndvarpa úr verslun í Síðumúla í Reykjavík

Í byrjun apríl ók maðurinn undir áhrifum lyfja og var tekinn við Frakkastíg í Reykjavík þar sem hann keyrði gegn einstefnu

Um miðjan maí braust maðurinn inn í einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ og stal þaðan ýmsum munum að verðmæti ríflega 1 milljón króna.

Seinni partinn í júní stal maðurinn hjólbörðum að andvirði tæplega 300 þúsund krónur af vörubifreiðastöð á Höfða. Um mánaðarmótin júní/júlí stal maðurinn bifreið við bensínstöð Essó við Ártúnsbrekku í Reykjavík.

Félagi mannsins stal munum að verðmæti 3,5 milljónir

Félagi mannsins er ákærður fyrir að hafa í byrjun janúar 2007 farið inn í nýbyggingar við Rauðmýri í Mosfellsbæ og stolið munum að verðmæti 1400 þúsund krónum.

Um miðjan febrúar stal maðurinn fjórhjóli að verðmæti 1400 þúsund krónur fyrir utan verslun á Kletthálsi.

Í mars tók hann við bifhjóli úr höndum félaga síns þrátt fyrir að vita að hjólið væri stolið. Einnig braust hann inn á lokað svæði að Viðarhöfða og stal hjólbörðum að verðmæti 700 þúsund krónum og bílkerru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×