Felix nær fullum styrk Guðjón Helgason skrifar 4. september 2007 12:23 Fellibylurinn Felxi sem fer nú yfir Mið-Ameríku hefur náð fullum styrk. Hann stefnir hraðbyr á Hondúras og Níkaragva. Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í nótt og 15 þúsund manns komast hvorki lönd né strönd. Margir íbúar í löndunum tveimur geta ekki forðað sér og sínum þar sem eldsneyti vantar til að koma sér burt. Því hefur þetta fólk ekki aðra kosti en að bíða bylinn af sér á heimilum sínum. Felix náði í morgun fimmta stigi á Saffir-Simpson kvarðanum og hefur því náð mesta styrk. Vindhraðinn er tæpir 72 metrar á sekúndu. Felix er annar Atlantshafsfellibylurinn í haust og sjötta hitabeltislægðin sem er gefið nafn. Hann þykir um margt minna á fellibylinn Mitch, sem drap 10 þúsund manns í miðameríku árið 1998 og olli gríðarlegu eignartjóni. Hundruðir ferðamanna voru fluttir inn á meginlandið frá strandbæjum í Hondúras í gær. Þá unnu björgunarmenn að því að ferja innfædda miskito indjána út úr strjálbílum strandsvæðum nálægt landamærum níkaragva. Fimmta stigs fellibyljir eru sjaldgæfir og geta valdið miklu eignatjóni og flóðum. Fellibylurinn Katrina var þriðja stigs þegar hann skall á New Orleans fyrir tveimur árum. Hundraða milljarða eignatjón varð í honum og rúmlega 1800 manns týndu lífi. Felix er ekki einn á ferð því talið er öruggt að hitabeltislægðin Henríetta nái fellibyljastyrk á næstu dögum. Hún nálgast ferðamannastaðin Baja í Kaliforníu. Vindhraðinn nú er 31 metri á sekúndu en fari hann yfir 33 metra á sekúndu er um fyrsta stigs fellibyl að ræða. Henríetta hefur þegar valdið flóðum og aurskriðum sem urðu sex að bana í Acapulco. Erlent Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Fellibylurinn Felxi sem fer nú yfir Mið-Ameríku hefur náð fullum styrk. Hann stefnir hraðbyr á Hondúras og Níkaragva. Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í nótt og 15 þúsund manns komast hvorki lönd né strönd. Margir íbúar í löndunum tveimur geta ekki forðað sér og sínum þar sem eldsneyti vantar til að koma sér burt. Því hefur þetta fólk ekki aðra kosti en að bíða bylinn af sér á heimilum sínum. Felix náði í morgun fimmta stigi á Saffir-Simpson kvarðanum og hefur því náð mesta styrk. Vindhraðinn er tæpir 72 metrar á sekúndu. Felix er annar Atlantshafsfellibylurinn í haust og sjötta hitabeltislægðin sem er gefið nafn. Hann þykir um margt minna á fellibylinn Mitch, sem drap 10 þúsund manns í miðameríku árið 1998 og olli gríðarlegu eignartjóni. Hundruðir ferðamanna voru fluttir inn á meginlandið frá strandbæjum í Hondúras í gær. Þá unnu björgunarmenn að því að ferja innfædda miskito indjána út úr strjálbílum strandsvæðum nálægt landamærum níkaragva. Fimmta stigs fellibyljir eru sjaldgæfir og geta valdið miklu eignatjóni og flóðum. Fellibylurinn Katrina var þriðja stigs þegar hann skall á New Orleans fyrir tveimur árum. Hundraða milljarða eignatjón varð í honum og rúmlega 1800 manns týndu lífi. Felix er ekki einn á ferð því talið er öruggt að hitabeltislægðin Henríetta nái fellibyljastyrk á næstu dögum. Hún nálgast ferðamannastaðin Baja í Kaliforníu. Vindhraðinn nú er 31 metri á sekúndu en fari hann yfir 33 metra á sekúndu er um fyrsta stigs fellibyl að ræða. Henríetta hefur þegar valdið flóðum og aurskriðum sem urðu sex að bana í Acapulco.
Erlent Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira