Erlent

Herinn forðar ferðamönnum frá vespugeri

Stjórnarher Sri Lanka, sem alla jafna stendur í ströngu við að berja niður uppreisn Tamíla í landinu, vinnur nú að því að ferja fólk frá steinvirkinu Sigiría, eftir að vespur hafa ráðist á tugi ferðamanna þar. Virkið þekkt fyrir fjölda vespa, en þær eru óvenju árásargjarnar núna og rekja menn það til mikilla hita undanfarið og ónæðis frá ferðamönnum. Sumir heimamanna telja vespurnar holdgerving kóngsins Kaspía, sem byggði virkið árið 475 eftir krist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×