Erlent

24 látnir í sprengjutilræði í Pakistan

Minnst 24 eru látnir og 66 særðir eftir að tvær öflugar sprengjur sprungu í hernaðarborginnni Ravalpindí í Pakistan í morgun. Ravalpindí er systurborg höfuðborgarinnar Islamabad og þar er alþjóðaflugvöllur landsins staðsettur.

Ein sprengjan sprakk í rútu sem flutti starfsmenn varnarmálaráðuneytisins til vinnu. Hin sprengjan sprakk á mótorhjóli á fjölsóttri verslunargötu. Árásum hryðjuverkamannna hefur fjölgað frá því pakistanski herinn réðst inn í Rauðu moskuna í júlí síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×