Erlent

Leit að námamönnum hætt

Leit að námuverkamönnunum sex sem festust inni í námu í Utah þegar hún féll saman fyrir 28 dögum hefur verið hætt. Mennirnir voru um 600 metra undir yfirborði jarðar þegar göngin sem þeir voru að vinna í féllu saman.

Þrátt fyrir viðmikla leit hefur ekkert heyrst í mönnunum síðan og segja björgunarmenn að engar líkur væru á að finna þá á lífi. Þann sextánda ágúst létust þrír björgunarmenn og sex særðust þegar göng sem þeir leituðu í féllu saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×