Að minnsta kosti ellefu létu lífið og 63 slösuðust þegar yfirfull lest skall á aðra í úthverfi brasilísku borgarinnar Rio de Janeiro í dag. Yfir hundrað björgunarmenn voru á staðnum og óttast slökkviliðsmenn að fleiri hafi látist.
Önnur lestanna var að skipta um spor þegar hin skall aftan á henni. Talið er að um 800 manns hafi verið í annari lestinni en hin var tóm fyrir utan lestarstjórana.