Erlent

Skipverji sem var í haldi sjóræningja íhugaði sjálfsmorð

Einn skipverjanna fimm sem eru nýkomnir til Danmerkur aftur, eftir að hafa verið á valdi sjóræningja í þrjá mánuði, segist oft hafa íhugað að fremja sjálfsmorð þennan tíma. Útgerðin hefur lítið viljað koma til móts við skipverjana en hefur boðist til að endurnýja farsíma þeirra.

Tuttugu og sex ára skipverjinn Jens hefur fengið nóg af sjónum eftir þessa erfiðu reynslu. Jens og fjórir skipsfélagar hans af flutningaskipinu Danica White eru komnir aftur til Danmerkur. Skipinu var rænt undan ströndum Sómalíu að morgni fyrsta júní.

Sjóræningjarnir, sem voru á litlum báti, báðu um aðstoð vegna vélarvandræða. Þegar flutningaskipið lagðist upp að báti þeirra, hófu þeir skothríð.

„Okkur var ógnað mörgum sinnum, og okkur sagt að ef við gætum ekki útvegað peninga til ræningjanna, yrðum við annað hvort skorin á háls eða skotin."Faðir Jens ber útgerð skipsins ekki vel söguna. Hann segir fjölskyldur skipverjanna fimm einungis hafa fengið upplýsingar um gang mála í gegnum fjölmiðla.

„Þetta hefur verið hræðilegt sumar. Endalaus rigning, og ekkert annað að gera en að stara út í loftið." Jens segir að ræningjarnir hafi stolið frá sér verðmætum sem nemi fjögur hundruð þúsund íslenskum krónum. Hann segir að útgerðin vilij einungis bæta sér farsímann sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×