Arsenal í riðlakeppnina - Ajax dottið út Aron Örn Þórarinsson skrifar 29. ágúst 2007 21:27 Cesc Fabregas sést hér fagna marki sínu í kvöld. NordicPhotos/GettyImages Þriðja umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu kláraðist í kvöld ef að frá er talinn leikur AEK Aþenu og Sevilla sem var frestað vegna andláts Antonio Puerta, leikmanns Sevilla. Arsenal komst auðveldlega áfram eftir öruggan sigur á Sparta Prag en athygli vekur að Ajax datt út á móti Slavia Prag. Tomas Rocisky skoraði strax á 7. mínútu fyrir Arsenal gegn Sparta Prag en Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli. Cesc Fabregas og Eduardo da Silva bættu svo við mörkum undir lok leiksins og tryggðu Arsenal 3-0 sigur, samtals 5-0. Besiktas sigraði FC Zurich 2-0 og var það Matias Delgado sem skoraði bæði mörkin. Besiktas vann því samanlagt 3-1. Werder Bremen sigraði Dinamo Zagreb á útivelli með þremur mörkum gegn tveim. Ribas Diego skoraði tvívegis fyrir Werder Bremen og Boubacar Sanogo eitt. Ognjen Vukojevic og Luka Modric skorðu mörk Dinamo Zagreb. Werder Bremen vann fyrri leikinn 2-1 og því 5-3 samanlagt. Benfica sigrað FC Kaupmannahöfn 1-0 á útvelli og samtals 3-1. Kostas Katsouranis skoraði mark Benfica. Valencia sigraði IF Elfsborg 2-1 á útivelli og samtals 5-1. David Villa og Ivan Helguera skoruðu mörk Valencia en Daniel Alexandersson mark IF Elfsborg. Slavia Prag sigraði Ajax á heimavelli með tveimur mörkum gegn einu og því samtals 3-1. Stanislav Vlcek skoraði bæði mörkin fyrir Slavia Prag en Luis Suarez skoraði fyrir Ajax. Steaua Búkarest sigraði FC Bate 2-0 á heimavelli og samals 4-2. Dorel Zaharia og Adrian Neaga skoruðu mörkin fyrir Steaua. FC Bate er liðið sem sló FH út í 2. umferð keppnarinnar. Celtic sló Spartak Moscow út eftir vítaspyrnukeppni, en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Bæði lið misnotuðu vítaspyrnu á meðan leikurinn var í gangi. Scott McDonald skoraði mark Celtic en Roman Pavluchenko mark Spartak Moscow. Að lokum tryggði Rosenborg sér sæti í riðlakeppninni með því að leggja Tampere af velli á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu, 5-0 samanlagt. Marek Sapara og Didier Konan skoruðu mörkin. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Þriðja umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu kláraðist í kvöld ef að frá er talinn leikur AEK Aþenu og Sevilla sem var frestað vegna andláts Antonio Puerta, leikmanns Sevilla. Arsenal komst auðveldlega áfram eftir öruggan sigur á Sparta Prag en athygli vekur að Ajax datt út á móti Slavia Prag. Tomas Rocisky skoraði strax á 7. mínútu fyrir Arsenal gegn Sparta Prag en Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli. Cesc Fabregas og Eduardo da Silva bættu svo við mörkum undir lok leiksins og tryggðu Arsenal 3-0 sigur, samtals 5-0. Besiktas sigraði FC Zurich 2-0 og var það Matias Delgado sem skoraði bæði mörkin. Besiktas vann því samanlagt 3-1. Werder Bremen sigraði Dinamo Zagreb á útivelli með þremur mörkum gegn tveim. Ribas Diego skoraði tvívegis fyrir Werder Bremen og Boubacar Sanogo eitt. Ognjen Vukojevic og Luka Modric skorðu mörk Dinamo Zagreb. Werder Bremen vann fyrri leikinn 2-1 og því 5-3 samanlagt. Benfica sigrað FC Kaupmannahöfn 1-0 á útvelli og samtals 3-1. Kostas Katsouranis skoraði mark Benfica. Valencia sigraði IF Elfsborg 2-1 á útivelli og samtals 5-1. David Villa og Ivan Helguera skoruðu mörk Valencia en Daniel Alexandersson mark IF Elfsborg. Slavia Prag sigraði Ajax á heimavelli með tveimur mörkum gegn einu og því samtals 3-1. Stanislav Vlcek skoraði bæði mörkin fyrir Slavia Prag en Luis Suarez skoraði fyrir Ajax. Steaua Búkarest sigraði FC Bate 2-0 á heimavelli og samals 4-2. Dorel Zaharia og Adrian Neaga skoruðu mörkin fyrir Steaua. FC Bate er liðið sem sló FH út í 2. umferð keppnarinnar. Celtic sló Spartak Moscow út eftir vítaspyrnukeppni, en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Bæði lið misnotuðu vítaspyrnu á meðan leikurinn var í gangi. Scott McDonald skoraði mark Celtic en Roman Pavluchenko mark Spartak Moscow. Að lokum tryggði Rosenborg sér sæti í riðlakeppninni með því að leggja Tampere af velli á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu, 5-0 samanlagt. Marek Sapara og Didier Konan skoruðu mörkin.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira