Erlent

Flugfélag glímir við sama vandamál og Jóakim Aðalönd

Jóakim á allt of mikið af smáaurum. Það sama á við um SAS.
Jóakim á allt of mikið af smáaurum. Það sama á við um SAS.

Flugfélagið SAS glímir við vandamál af sama toga og hrjáð hefur Jóakim Aðalönd um langt skeið. Félagið á erlenda smámynt sem vegur í heild 750 kíló. Verðmæti myntarinnar nemur allt að þrjátíu milljónum íslenskra króna. Vandinn er hins vegar sá að dönsku bankarnir vilja alls ekki kaupa hana. Talsmenn bankanna segja að of dýrt sé að flokka og telja svo mikið af útlenskri smámynt. SAS hefur því ákveðið að farþegar geti ekki lengur greitt fyrir vörur með með lægri mynt en því sem nemur einni evru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×