Erlent

Jarðskjálfti í Indónesíu

Hamfarir riðu yfir Indónesíu í kjölfar flóðbylgju árið 2004.
Hamfarir riðu yfir Indónesíu í kjölfar flóðbylgju árið 2004. MYND/AP

Sterkur jarðskjálfti sem mældist 7.0 á Richter kvarðanum reið yfir í Indónesíu nálægt eyjunni Vestur Jövu á sjötta tímanum í dag. Upptök skjálftans voru í 112 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Indónesíu, Jakarta.

Sökum þess hve upptök skjálftans voru á miklu dýpi er ekki talið líklegt að flóðbylgja fylgi í kjölfar hans og ekki hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun. Engar fréttir hafa borist af því hvort tjón hafi hlotist af völdum skjálftans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×