Erlent

Þrjátíu láta lífið í Bagdad

MYND/AFP

Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í loftárás bandarískra herþyrla á hverfi Sjíta múslima í Bagdad í morgun. Árásin hefur vakið mikla reiði meðal Sjíta múslima sem segja hina látnu hafa verið óbreytta borgara. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast einungis hafa skotið á herskáa múslima.

Mörg hundruð reiðir syrgjendur gengu götur Bagdad í morgun til að mótmæla árásinni sem gerð var rétt fyrir dögun. Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu í árásinni.

Bandarísk hernaðaryfirvöld segja að herþyrlur hafi skotið á vopnaða Sjíta múslima sem voru undirbúa árás á bandaríska hermenn. Þá segjast Bandaríkjamenn einnig hafa handtekið tólf manns í morgun í sérstakri aðgerð sem beindist gegn hryðjuverkahópum starfandi í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×